Ó svo gott lasagna

Frábær og einföld lasagna uppskrift sem hægt er að nota aftur og aftur.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Hráefni

  • 8 stk Lasagnaplötur
  • 500 g Nautahakk
  • 6 hvítlauksrif, pressuð
  • 0.5 laukur, saxaður
  • 400 dós tómatar, saxaðir
  • 500 g Kotasæla
  • 2 msk Tómatpúrra
  • Rifinn ostur

Sósa

  • 180 g Sýrður rjómi
  • 1 msk Tómatpúrra
  • 2 msk Rjómaostur
  • Smá mjólk
  • Sítrónupipar
  • 1 stk Grænmetisteningur

    Leiðbeiningar

    1. Setjið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann er farinn að mýkjast.

    2. Bætið nautahakki og hvítlauk saman við. Þegar kjötið hefur brúnast setjið tómatana saman við ásamt kotasælu og tómatpúrru. Látið malla í dágóða stund. Saltið og piprið.

    3. Setjið hráefnin fyrir sósuna saman í pott og hitið varlega og blandið vel saman. Látið ekki sjóða. Þynnið með mjólk.

    4. Setjið til skiptis lasagnaplötur, kjötsósu og sósu endurtakið þar til hráefnin hafa klárast. Setjið rífleg magn af osti yfir og látið inn i 200°c heitan ofn í um 20 mínútur.