Mozzarella og basilíkufylltar kjötbollur í rjómaostasósu

Prufið að blanda nauta- og svínahakki til helminga. Svínahakkið er feitara svo það bindur kjötbollurnar vel saman og þær verða enn safaríkari.

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Kjötbollur

 • 550 g Nautahakk
 • 1 Egg
 • 1 dl Matreiðslurjómi
 • 10 g Basilíka, söxuð
 • 4 Sólþurrkaðir tómatar, smátt saxaðir
 • 120 g Fersk mozzarella

Rjómaostasósa

 • 1 dl Matreiðslurjómi
 • 100 g Rjómaostur
 • 0.5 teningur nautakraftur
 • Salt
 • Pipar

  Leiðbeiningar

  1. Setjið nautahakk í stóra skál og blandið eggi, 1 dl af matreiðslurjóma, basilíku og smátt söxuðum tómötum saman við hakkið.

  2. Skerið mozzarella-ostinn í litla bita og bætið saman við. Mótið kjötbollur með höndunum.

  3. Takið þær af pönnunni. Setjið þá 2 dl af matreiðslurjóma, rjómaost og nautakraft út á pönnuna og hitið að suðu.

  4. Bætið þá kjötbollunum út á pönnuna og látið malla í 15 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn.