Mozzarella fylltar brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri
1 klst 30 mín
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Hvítlauks og steinseljumauk
- 5 msk Smjör
- 1 msk Hvítlauksrif, smátt söxuð
- 2 msk Steinselja, söxuð smátt
- 0.5 tsk Sjávarsalt
- 450 g Hveiti
- 11 g Þurrger
- Notið 24 mozzarella kúlur
- 240 ml Volgt vatn
- 1 tsk Sykur
- 1 tsk Sjávarsalt
- 4 msk Ólíufolía
Setjið vatnið í skál, bætið sykri saman viðog hrærið þar til það hefur leyst upp. Bætið þá gerinu saman við og leyfið síðan að standa í um 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða.
Hnoðið hveiti og sjávarsalti vel saman við gerblönduna og bætið að lokum olíunni saman við. Hnoðið deigið vel eða í um 5 mínútur. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið degið hefast í 40-60 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
Setjið deigið á hveitistráð borð og skiptið í fjóra hluta. Rúllið hverjum hluta í „pulsu“ og skiptið henni í sex hluta. Hnoðið síðan hverjum og einum hluta í kúlu og leggið á smjörpappír. Látið standa með plastfilmu eða viskustykki í um 15-20 mínútur.
Þrýstið ostinum í deigkúluna og hyljið ostinn með deiginu. Setjið smjörpappír í ofnfast mót og leggið kúluna í mótið og látið sárið snúa niður. Endurtakið með hinar deigkúlurnar. Leyfið að standa í um 20 mínútur. Bræðið smjörið, hvítlauk og steinselju saman í potti og penslið bollurnar með blöndunni.
Leiðbeiningar
5.Setjið inn í 175°c heitan ofn í um 25 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar að lit. Takið þá úr ofninum og penslið með smjörblöndunni sem var afgangs.