Mexíkóskar tortillur með avocadosósu

Hver elskar ekki mexíkóskan mat sem tekur innan við 30 mínútur að gera? Mexíkóskar tortillur passa við mörg tilefni, bæði í saumaklúbbinn, afmæli eða fyrir fljótlegan og léttan kvöldmat.

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Maturinn

 • 0.5 stk Rauðlaukur
 • 0.5 stk Laukur
 • 4 stk Hvítlauksrif
 • 170 g Gular baunir
 • 600 g Kjúklingabringur
 • 200 g Salsasósa
 • 1 stk Sýrður rjómi
 • 200 g Mexíkósk ostablanda
 • 1 pakki Tortillur
 • 1 msk Ólífuolía

Avocadosósa

 • 2 stk Avocado
 • 1 stk Sýrður rjómi
 • 15 g Kóríander
 • Notið safa úr 1 sítrónu

  Leiðbeiningar

  Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu.

  • Setjið olíu á pönnu og hitið við meðalháan hita.

  • Skerið niður lauk og hvítlauk og steikið ásamt baunum þar til laukurinn er aðeins farinn að eldast.

  Skref2

  • Mjög fljótlegt er að nota tilbúinn kjúkling og nýta bringurnar af kjúklingum og rífa niður og setja á pönnuna. Ef ekki eru tvær bringur steiktar eða grillaðar og rifnar niður og settar út á pönnuna.

  • Setjið því næst salsasósu og sýrðan rjóma á pönnuna og blandið öllu vel saman. Takið pönnuna af hitanum og blandið ostinum saman við og hrærið vel saman.

  Skref3

  • Smyrjið hverja tortillu fyrir sig og vefjið þeim upp og setjið á ofnplötuna. Bræðið smjör og penslið því yfir hverja tortillu fyrir sig og eldið í rúmar 15 mínútur eða þar til vefjurnar eru orðnar gylltar að lit.

  • Tortilla kökurnar eiga að vera stökkar svo gott er að hafa þær aðeins lengur en venjulega til að fá stökka áferð.

  Skref4

  • Á meðan vefjurnar eru í ofnum er gott að búa til sósuna.

  • Setjið öll innihaldsefni í matvinnsluvél og blandið saman þar til sósan er orðin slétt og fín.

  • Berið réttinn fram með avacadosósu, ferskum kóríander og rauðlauk.