Mexíkósk súpa á korteri !

Hérna kemur ein einstaklega góð mexíkó súpa frá Berglindi á Gotterí, fullkomin kvöldmatur!

55 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 2 stk Tómatsúpa
 • 1 stk Paprika
 • 1/3
 • 1 stk Matreiðslurjómi
 • 200 gr
 • 1-2 tsk eða eftir smekk
 • 2 stk Kjúklingur

  Leiðbeiningar

  *Athugið að innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema salt, pipar og olíu. *

  Súpa uppskrift

  • 2 pakkar Mexikansk Tómatsúpa frá Toro
  • Um 500 g fajita kjúklingabringur, skornar
  • 1 rauð paprika
  • 1/3 blaðlaukur
  • 1300 ml vatn
  • 500 ml matreiðslurjómi
  • 200 g rjómaostur
  • Ólífuolía til steikingar
  • Salt, pipar, hvítlauksduft

  Aðferð

  1. Skerið papriku og lauk niður. Steikið upp úr ólífuolíu við meðalhita þar til grænmetið mýkist, kryddið eftir smekk.
  2. Hellið þá vatni og matreiðslurjóma í pottinn og hrærið súpuduftinu saman við. Náið upp hitanum og lækkið síðan vel niður og blandið rjómaostinum saman við. Leyfið að malla stutta stund og hrærið reglulega í súpunni á meðan.
  3. Skerið að lokum niður tilbúið kjúklingakjötið, setjið í pottinn og leyfið því að hitna í gegn.
  4. Toppið með neðangreindu eftir smekk.

  Toppur ofan á súpu

  Sýrður rjómi Rifinn ostur Muldar nachosflögur Kóríander