Mexíkósk pizza

Mexíkósk pizza

Ég elska, dýrka og dái mexíkóskan mat og prufa hann oft og í mörgum útfærslum. Nýlega var það mexíkósk pítsa sem varð fyrir valinu og vakti mikla lukku hjá öllum fjölskyldumeðlimum og þá sérstaklega hjá mér þar sem hún sameinar það tvennt sem ég elska mest, er bæði bragðgóð og fljótleg í gerð.

45 mín

2
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stk Pizzadeig
  • 300 g Nautahakk
  • 1 pakki Taco krydd
  • 1 stk Salsa sósa
  • 1 pakki Rifinn ostur

    Leiðbeiningar

    Þessi uppskrift er fyrir 2-3 1. Látið olíu á pönnu og steikið nautahakk, bætið taco kryddinu saman við ásamt 2dl af vatni, látið malla þar til vökvinn er að mestu gufaður upp. 2. Fletjið út pizzadeigið og setjið salsasósu á botninn, Látið síðan nautahakk yfir salsasósuna, síðan tómata og rifinn ost (má líka nota ólífur). 3. Bakið í ofni við 200°c í um 20-30 mínútur (A.T.H passið að fylgja eldunartíma sem stendur á pizzadeiginu og fylgist með lit á osti.)