Mexikó lasagna.
Mexikó lasagna er hættulega góður heimilismatur sem er bæði einfaldur og einstaklega bragðgóður.
1 klst
4
skammtar
4.092 kr.
Setja í körfu
Hráefni
4.092 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 700 g Kjúklingabringur
- 1 Laukur
- 1 Paprika
- 25 g Taco krydd
- 1/5 krukka salsa sósa
- 150 g Matreiðslurjómi
- 100 g Rjómaostur
- 1 pakki Tortilla
- Mozzarella ostur rifinn
- 30 g Kóríander
- Byrjið á að hita ofninn á 180 gráður.
- Skerið lauk og papriku fínt og kjúklingabringurnar í litla bita.
- Steikið laukinn og paprikuna á pönnu upp úr olíu þar til það fer aðeins að mýkjast.
- Bætið svo kjúklingnum á pönnuna og steikið áfram.
- Hellið kryddinu yfir og steikið í smá stund til viðbótar.
- Hellið salsasósunni og matreiðslurjóma yfir og látið suðuna koma upp.
- Hrærið rjómaosti saman við sé hann notaður.
- Látið malla á pönnunni saman í nokkrar mínútur.
- Setjið tortillaköku í botn á eldföstu formi, það fer aðeins eftir hvernig form þið notið en stundum klippi ég kökurnar til svo að þær passi betur í formið.
- Setjið kjúklingablönduna yfir og síðan til skiptis tortillakökur og kjúklingablönduna, passið að hafa nóg af vökva/safa af pönnunni með til að mýkja kökurnar.
- Stráið mozzarella osti yfir og setjið svo formið inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður og kominn með fallegan lit.
Leiðbeiningar
Aðferð: