Lúxus súkkulaðikaka með söxuðu súkkulaði & hnetusmjörskremi

Þessi kaka er algjörlega stórkostleg og tekur ekki langan tíma að gera. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi þessarar tvennu, súkkulaðis og hnetusmjörs og þessi kaka uppfyllir algerlega allar mínar væntingar. Kakan sjálf er alveg lungamjúk með góðu súkkulaðibragði og kremið er létt með áberandi keim af hnetusmjörinu. Þessa verðið þið bara að prófa en vara ykkur við, hún er fljót að klárast!

1 klst

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Kaka

 • 175 g Hveiti
 • 130 g Púðursykur
 • 3 msk Kakó
 • 1 tsk Lyftiduft
 • 0.5 tsk Matarsódi
 • 0.5 tsk Salt
 • 1 dl Súrmjólk
 • 120 ml Nýmjólk
 • 1 tsk Vanilludropar
 • 1 ml Ólífuolía
 • 1 Egg
 • 65 g Saxað suðusúkkulaði

Hnetusmjörskrem

 • 100 g Mjúkt smjör
 • 140 g Hnetusmjör
 • 120 g Flórsykur
 • 0.25 tsk Salt
 • 1 tsk Vanilludropar
 • 2 msk Nýmjólk

  Leiðbeiningar

  1. Hitið ofninn í 175°C blástur.

  2. Setjið öll þurrefni saman í skál og hrærið í með sleif. Setið þá súrmjólk, nýmjólk, vanilludropa, olíu og egg saman við og hrærið þar til deigið er slétt og samfellt. Bætið þá söxuðu súkkulaðinu saman við.

  3. Smyrjið eða klæðið með bökunarpappír, ferkantað 20x20cm form eða 22 cm hringlaga form. Hellið deiginu út í og bakið í 20-25 mín ca. Fer eftir ofnum en kakan er tilbúin þegar prjóni sem stungið er í hana kemur hreinn út.

  4. Kælið kökuna alveg.

  5. Útbúið kremið og smyrjið á kalda kökuna. Stráið söxuðu suðusúkkulaði yfir kremið og jafnvel salthnetum ef þið eigið þær til.