
Krydduð rúlluterta með rjómakremi
30 mín
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Hráefni
- 3 egg
- 100 g Sykur
- 60 g Hveiti
- 2 msk Kartöflumjöl
- 1 msk Kakó
- 2 tsk Kanill
- 1 tsk Negull
- 0.5 tsk Matarsódi
Rjómakrem
- 3 dl Rjómi
- 100 g Flórsykur
- 1 tsk Vanilludropar
Setjið egg og sykur saman í hrærivélaskál og þeytið í alveg 10 mín. Freistist ekki til að stytta tímann, það er mikilvægt að þessi blanda þeytist mjög vel.
Hitið ofninn í 230° blástur
Setjið þurrefni saman í skál og sigtið 1/3 út í eggjablönduna og blandið varlega saman við með sleikju, setjið 1/3 í viðbót saman við þeytinguna og blandið varlega saman. Klárið að sigta þurrefnin saman við og blandið varlega saman við.
Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og smyrjið deiginu á plötuna með sleikju eða pönnukökuspaða.
Bakið í miðjum ofni í 6 mín. Fylgist vel með þar sem ofnar eru misjafnir.
Takið botninn út og kælið alveg áður en kremið er sett á. Gott er að setja hreint viskastykki yfir botninn á meðan hann kólnar svo hann harðni ekki um of.
Smyrjið kreminu á botninn og rúllið kökunni varlega upp. Snyrtið kantana ef þarf og dustið flórsykri yfir.