Krispí lakkríspinnar

Krispí pinnar með Rice Krispies og lakkrískurli, uppskriftin gerir um 24-28 stykki.
24
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 100 g Smjör
  • 400 g Síríus Suðusúkkulaði
  • 28 stk Íspinnaprik
  • 450 g Síróp
  • 340 g Kellogg's Rice Krispies
  • 300 g Síríus Eitt Sett lakkrískurl
  • 150 g Síríus Hvítir súkkulaðidropar, bræddir
  • 1 pakki Síríus karamellukurl til skrauts

    Leiðbeiningar

    1. Setjið smjör, suðusúkkulaði og síróp í pott og bræðið saman við meðalháan hita.
    2. Leyfið blöndunni að malla í nokkrar sekúndur, takið af hellunni og blandið Rice Krispies saman við í nokkrum skömmtum. Að lokum er lakkrískurlið sett út í, blandið vel.
    3. Setjið bökunarpappír á tvær plötur eða bretti. Dreifið blöndunni jafnt yfir, í tvo u.þ.b. 30 x 15 cm fleti. Miðið við að hafa þá um 3 cm að þykkt.
    4. Leggið bökunarpappír ofan á blönduna og þjappið með annarri bökunarplötu/bretti til að slétta aðeins úr. Reynið að hafa fletina eins beina og hornlaga og þið getið.
    5. Þá er að stinga íspinnaprikunum í blönduna miðja, sitthvoru megin, með jöfnu millibili, og þjappa svo vel að með fingrunum. Kæla í um klukkustund.
    6. Skerið hvern flöt langsum eftir miðjunni og svo mitt á milli íspinnaprikanna sitt hvoru megin.
    7. Að lokum má skreyta lakkríspinnana með bræddu hvítu súkkulaði og karamellukurli.