
Kotasæluís
Þessi kotasæluís er búinn að vera að gera allt vitlaust á tiktok og er algjörlega kominn í uppáhald hjá börnunum mínum. Ég mæli með því að gera tvöfalda uppskrift því það er leiðinlegt að bíða eftir næsta skammti úr frystinum.
10 mín
4
skammtar
3.669 kr.
Setja í körfu
3.669 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 800 g Kotasæla
- 600 g Frosin jarðarber
- 40 g Hunang
- Safi úr 1/2 sítrónu
- Látið jarðarberin þiðna örlítið á borði eða notið fersk jarðarber.
- Blandið jarðarberjunum saman við kotasæluna, hunang og límónusafa í blandara.
- Þegar ísinn er frystur er gott að hræra aðeins upp í honum inn á milli til að ná góðri áferð.
- Ég hef verið að gera ísinn án próteindufts þar sem börnin mín borða mikið af honum. En að sjálfsögðu er hægt að bæta próteindufti út í ísinn, t.d. 30 g af próteindufti með vanillu- eða jarðaberjabragði.