Kotasæluís

Þessi kotasæluís er búinn að vera að gera allt vitlaust á tiktok og er algjörlega kominn í uppáhald hjá börnunum mínum. Ég mæli með því að gera tvöfalda uppskrift því það er leiðinlegt að bíða eftir næsta skammti úr frystinum.

10 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 800 g Kotasæla
  • 600 g Frosin jarðarber
  • 40 g Hunang
  • Safi úr 1/2 sítrónu

    Leiðbeiningar

    1. Látið jarðarberin þiðna örlítið á borði eða notið fersk jarðarber.
    2. Blandið jarðarberjunum saman við kotasæluna, hunang og límónusafa í blandara.
    3. Þegar ísinn er frystur er gott að hræra aðeins upp í honum inn á milli til að ná góðri áferð.
    4. Ég hef verið að gera ísinn án próteindufts þar sem börnin mín borða mikið af honum. En að sjálfsögðu er hægt að bæta próteindufti út í ísinn, t.d. 30 g af próteindufti með vanillu- eða jarðaberjabragði.