Köngulóabomba að hætti Unu

Klassísk góð súkkulaðikaka með hryllilegu ívafi. Um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn skreyta skemmtilega.

55 mín

8
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 2 pakki Kökumix
  • 1 stk Egg
  • 400 g Vanillukrem
  • 1 pakki Kökuskraut
  • 1 pakki Sykuraugu
  • 1 pakki Oreo
  • 1 stk Matarolía

    Leiðbeiningar

    Aðferð

    1. Byrjið að hita ofninn við 200 gráður
    2. Blandið kökumixið í skál samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum
    3. Smyrjið vel tvö hringlaga kökuform og hellið mixinu jafnt í hvort form, ég nota form í hærri
    4. kantinum og miða við að hella einum pakka af kökumixi í hvort form.
    5. Bakið í ofni í um 25-35 mínútur
    6. Látið botnana kólna vel áður en kremið er lagt á þá
    7. Smyrjið kremi á milli botnana og leggið þá saman, hyljið kökuna alla með hvítu kremi
    8. Til þess að skreyta kökuna eins og myndin sýnir eru Oreo kex lögð á kökuna, mega alveg vera sama stærð og eða misstór kex, augum tyllt við kexið og svo nota ég mjóan sprautustút til þess að sprauta súkkulaðikreminu á sem fótum á köngulærnar.
    9. Skreytið svo með smá grænu sprinkles í kring.