
Köld fetaídýfa með grilluðu osta crostini
Þessi kalda fetaostsídýfa er svo einföld og ótrúlega góð. Sítrónan og dillið passa sérlega vel með fetaostinum og það gerir mjög mikið að toppa með ferskri agúrku og söxuðum kirsuberjatómötum.
20 mín
4
skammtar
4.841 kr.
Setja í körfu
Hráefni
4.841 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Ídýfa
- 150 g Salatostur
- 125 g Hrein grísk jógúrt
- 100 g Rjómaostur
- 62.5 ml Ólífuolía
- Safi og börkur af 0.5 sítrónu
- 0.5 tsk Chilí flögur
- Salt
- 1 msk Saxað ferskt dill
- Skreytt með saxaðri gúrku
- Skreytt með kirsuberjatómötum í bitum
Crostini
- 1 stk Snittubrauð
- Mjúkt smjör
- Rifinn mozzarella
- Sigtið olíuna frá fetaostinum.
- Setjið fetaostinn í skál ásamt jógúrtinni, rjómaosti, ólífuolíunni og sítrónuberkinum og safa og þeytið vel með handþeytara.
- Kryddið með chili, salti og dilli sem er saxað smátt niður
- Setjið ídýfuna í skál og skreytið með söxuðu grænmetinu
- Berið fram með grilluðu crostini
- Hitið brauðin í ofni þangað til þau eru orðin gullinbrún
- Skerið brauðið niður í bita
- Setjið ólífuolíu og smá salt á brauðið og svo á grillið í stutta stund.