Kókos, kornflex kjúklingur
Skemmtilega öðruvísi kjúklingaréttur, hann mun koma þér á óvart þessi... kókos, kornflex kjúklingur borinn fram með sætkartöflumús og sýrðum rjóma með graslauk.
1 klst
4
skammtar
3.329 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.329 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 4 stk kjúklingabringur
- 2 stk egg
- 100gr kókosmjöl
- 100gr Kornflex
- 1 tsk hvítlaukskrydd
- 1 stk sýrður rjómi ( má bæta smá sítrónuolíu saman við) notað sem sósa
- 1 tsk seasonal krydd
- 2-3 sætar kartöflur (soðnar svo stappaðar með smjöri í sætkartöflumús)
- Stillið ofninn á 180 gráður.
- Hrærið eggin saman í skál, bætið kryddunum saman við.
- Blandið saman kornflexi og kókosmjöli saman á disk.
- Dýfið kjúklingabringunum ofan í eggjablönduna og veltið þeim svo upp úr kókos/kornflex blöndunni.
- Setjið í eldfast form og inn í ofn í 35-40 mínútur eða þangað til að kjúklingurinn er tilbúinn. Tilvalið að bera fram með sætri kartöflumús, sem sósu er gott að hræra saman sýrðan rjóma með fersku kóríander og 1 tsk sítrónuolíu frá Muna.
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt og pipar.
Aðferð: