Skinkuhorn

Klassísk skinkuhorn sem smellpassa í nestisboxið. Skinkuhornin eru dásamlega mjúk og þau vekja ávallt lukku hvort sem það er í veisluna eða útileguna.
35
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 300 g Deig
  • 200 g Skinka
  • 300 g Skinku og beikon smurostur
  • 1 Rifinn ostur
  • 1 Egg
  • 1 Mjólk

    Leiðbeiningar

    Skinkuhorn

    Fylling: 1 pakki skinka ca. 200-250 g 1 askja skinku og beikon smurostur Rifinn ostur, magn eftir smekk

    Penslun: Egg Mjólk Sesamfræ (eftir smekk, má sleppa)

    Aðferð:

    Skerið skinkuna í litla bita og blandið henni saman við smurostinn. Fletjið deigið út í hring á hveitistráðu borði og skerið það í þríhyrninga. Setjið u.þ.b. eina teskeið af fyllingu á hvern þríhyrning og dreifið smá osti yfir. Rúllið deiginu frá breiðari endanum þegar þið lokið hornunum. Leggið hornin á bökunarpappír og látið mjóa endann snúa niður og hafið gott bil á milli þeirra. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, blástur. Pískið saman eitt egg og smá mjólk og penslið yfir hornin til að fá fallega áferð á þau. Setjið rifinn ost ofan á hvert horn áður en þau fara inn í ofn. Bakið hornin í 10 mín eða þangað til þau eru orðin gullinbrún.