Kjúklingur í Tikka Masala sósu

Indverskur, bragðgóður og einfaldur í framkvæmd. Fullkominn fjölskyldumáltíð.

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 1 pakkning kjúklingabringur (ca 600-800 gr)
 • 1 dós Tikka masala sóa
 • 1 stk paprika
 • 250 ml kókosmjólk
 • 1-2 pakkar Naan brauð ( eftir smekk)

  Leiðbeiningar

  Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt og pipar.

  Aðferð:

  1. Byrjið á að skera niður kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu upp úr olíu, kryddið aðeins með salti og pipar.
  2. Skerið papriku niður og setjið út á pönnuna, steikið á meðal hita.
  3. Bætið Tikka masala sósunni út á pönnuna og leyfið þessu að malla aðeins saman.
  4. Setjið hrísgrjón í pott og sjóðið.
  5. Naan brauð fer í ofninn eftir leiðbeiningum á pakka.
  6. Setjið kókosmjólkina saman við réttinn og leyfið þessu að blandast saman í um 15 mínútur áður en rétturinn er borinn fram.

  Það er svo mjög gott að klippa ferskt kóríander yfir og hafa sýrðan rjóma til hliðar, því er hægt að bæta við uppskriftina.

  Verði ykkur að góðu.