Kjúklingur í Mangó Chutney með jógúrt sósu

Hérna kemur einn af mínum uppáhalds kjúklingaréttum, kjúklingur í Mangó Chutney rjómasósu, borinn fram með hrísgrjónum, ferskri jógúrt sósu og Naan brauði.

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 600-700 gr kjúklingabringur/lundir
  • Kjúklingakrydd að vild
  • 350gr Mango Chutney
  • 1 dl Rjómi
  • 1 dós hrein jógúrt
  • 1/2 gúrka skorin niður í bita
  • 2 pokar hrísgrjón

    Leiðbeiningar

    Hérna kemur einn stórkostlegur kjúklingaréttur, það sem er skemmtilegt við þennan rétt að hann passar bæði sem fjölskyldu kvöldmatur og svo passar hann líka við fínni tilefni.

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í upskriftina nema olíu, salt og pipar.

    Aðferð:

    1. Byrjið á að skera kjúklingabringur / lundir niður í bita og steikið á pönnu með olíu, kyrddið eftir eigin smekk ég nota kjúklingakrydd.
    2. Þegar kjúklingurinn er farinn að brúnast aðeins er Mangó chutney sósunni helt út á pönnuna og um 1 dl af rjóma, hrærið og leyfið þessu að malla aðeins á pönnunni.
    3. Á meðan kjúklingurinn fær að eldast er tilvalið að sjóða hrísgrjón, hita Naan brauð og útbúa jógúrt sósuna.
    4. Í jógúrt sósuna nota ég 1/2 gúrku niðurskorna í smáa bita og blanda þeim saman við eina hreina jógúrt.

    Njótið vel, þetta klikkar ekki!