Kjúklingur í hunangs og sinnepsmarineringu

Þessi einfaldi réttur hentar vel fyrir fjóra, marineringin hefur mikið áhrif á bragðið en til þess að ná sem mestu bragði marinera ég oft kjúklinginn kvöldið áður, ef tíminn er lítill eru 1-2 tímar viðmiðið.

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 700 g Kjúklingalæri
 • 4 tsk Sætt sinnep
 • 2 msk Hunang
 • 1 tsk Salt
 • 4 msk Ólífuolía
 • 2 msk Timían

  Leiðbeiningar

  1. Blandið öllum hráefnum að kjúklingnum frátöldum saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Setjið kjúklinginn í poka með rennilási og hellið marineringunni saman við og nuddið henni vel í kjúklinginn. Marinerið í ísskáp eins lengi og tíminn leyfir (gott að útbúa kvöldinu áður).
  3. Setjið í ofnfast mót og eldið við 190°c í 35-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  4. Hægt er bera fram með hrísgrjónum, sætri kartöflu eða hverju sem ýmindunaraflið dettur í hug.