
Kjúklingur í Butterchicken sósu & heimagert Naan brauð!
50 mín
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 450 gr Butter chicken sósa
- 600-800gr kjúklingur
- 1 dl rjómi
- 2 pokar hrísgjrón
- 200 ml volg mjólk
- 25gr þurrger
- 600gr hveiti
- 1 tsk salt ( auka salt yfir brauðin)
- 2 tsk lyftiduft
- 180 gr hrein jógúrt
- 1 msk
- Byrjið á að setja kjúklinginn í eldfast form, kryddið með smá salt & pipar.
- Hellið sósunni yfir kjúklinginn og smá rjóma ( ca 1 dl) yfir líka.
- Setjið inn í ofn við 180 gráður í um 30 mínútur.
- Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er upplagt að bryja á Naan brauðinu og sjóða hrísgrjónin.
Leiðbeiningar
*Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt og pipar. *
Aðferð:
*Aðferð að heimagerðu Naan brauði: * 1. Hellið geri og volgri mjólk saman í skál og látið standa í um 10 mínútur 2. Bætið restinni af hráefninum saman við ,,germjólkin'' 3. Hnoðið deigið til og bætið smá hveiti saman við ef ykkur finnst þörf á 4. Best er að leyfa deiginu að hefast í skál í um 40-60 mínútur en oft er ekki tími til þess svona virku dagana, því eru 10-15 mínútur betra en ekkert. 5. Skiptið deiginu upp í um 6-8 hluta ( kúlur ) og myndið brauðfleka, stráið smá garam masala kryddi og maldorn salti yfir brauðin og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír 6. Bakið í ofni við 200 gráður í um 10-12 mínútur, gott er að setja smjörklípu á brauðin er þau koma úr ofninum á meðan brauðin eru heit. **