Kjúklingavefja með pestó kjúkling!

Hérna kemur uppskrift af æðislegum kjúklingavefjum, kjúklingnum velt upp úr pestó og honum svo raðað á vefjur með fersku grænmeti.

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 600-700gr kjúklingalundir
  • 100gr Pestó
  • 1 dl rjómi
  • 1 stk Sýrður rjómi
  • 1 pakki Tortilla kökur
  • 1 stk Kál
  • 1 stk paprika
  • 4 stk Tómatar
  • 1 stk Ostur rifinn

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt og pipar.

    Aðferð:

    1. Byrjið á steikja kjúklingalundir / bita á pönnu upp úr olíu, kryddið að vild.
    2. Setjið 6 msk af rauðu eða grænu pestó saman við og ca 1 dl rjóma og leyfið að malla á pönnunni, slökkvið undir þegar kjúklingurinn er full eldaður.
    3. Skerið niður ferskt grænmeti.
    4. Hitið tortilla kökur í ofni í ca 5 mínútur ( mér finnst best að setja þær í álpappír til að hafa þær mjúkar).
    5. Leggið grænmeti, kjúkling og rifinn ost í tortillu og svo má ekki gleyma sýrðum rjóma með graslauk & lauk.

    Verði ykkur að góðu !