Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa

Þessi uppskrift er bæði fljótleg og góð. Hún er meinholl enda er sósan að mestu gerð úr grænmeti, það vel földu að litlu grísirnir átta sig ekki á hollustunni og gæða sér á matnum af bestu lyst. Réttur sem hentar sérstaklega vel í miðri viku.

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 700 g Kjúklingabringur
  • 3 msk Hunang
  • 3 msk Soyasósa
  • 1 Blaðlaukur, smátt skorinn
  • 6 Gulrætur, smátt skornar
  • 3 stk Sellerístilkar, skornir smátt
  • 150 g Klettasalat
  • Ristaðar hnetur

    Leiðbeiningar

    1. Setjið grænmetið niðurskorið í skál mýkjið örlítið með því að gufusjóða það í 8-10 mín.

    2. Setjið grænmetið ásamt sojasósu og hunangi í matvinnsluvél og maukið þar til þetta er orðið að sósu. Setjið það saman við kjúklingabitana og leyfið að marinerast eins og tími gefst til frá nokkrum mínútum upp í sólahring.

    3. Steikið á pönnu í um 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Saltið og piprið að eigin smekk.

    4. Setjið salat í skál og hellið blöndunni yfir.