Kjúklingarétturinn sem ber upp bónorðið

Þessi réttur sem kallast "Viltu giftast mér?" er einfaldur og ótrúlega bragðgóður!

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingur

 • 2 msk Ólífuolía
 • 1000 g Kjúklingalæri
 • 0.5 tsk Salt
 • 0.5 tsk Pipar

Sósa

 • 2 Hvítlauksrif, pressuð
 • 1 tsk Muldar chilíflögur
 • 1.8 kjúklingakraftur og 1.8 dl vatn
 • 120 ml Rjómi
 • 30 g Sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
 • 0.5 dl Rifinn parmesan
 • Basilíka

  Leiðbeiningar

  1. Þerrið kjúklinginn með eldhúsbréfi og kryddið með salti og pipar.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Takið kjúklinginn til hliðar og hellið helming vökvans af pönnunni.
  3. Steikið hvítlauk, timían og muldar chilíflögur í 1 mínútu.
  4. Bæði kjúklingasoði, rjóma, sólþurrkuðum tómötum og parmesan og látið malla. Bætið kjúklingnum út á pönnuna fitan snýr upp..
  5. Eldið í 180°c heitum ofni í 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  6. Stráið saxaðri basilíku yfir réttinn og berið fram.