
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….mmmm.
30 mín
4
skammtar
2.697 kr.
Setja í körfu
Hráefni
2.697 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 3 hvítlauksrif, pressuð
- 200 g Sólþurrkaðir tómatar
- 500 g Kjúklingabringur
- 240 ml Matreiðslurjómi
- 110 g Mozzarella
- 250 g Pasta
- 1 stk Salt
- 1 stk Paprikukrydd
Eldið pastað skv. leiðbeiningum og þegar það er tilbúið geymið 120-ml af pastavatninu þar til síðar.
Takið sólþurrkuðu tómatana úr olíunni og steikið á pönnu ásamt hvítlauknum í um 1 mínútu. Takið af pönnunni.
Skerið kjúklingabringurnar í litla bita kryddið með paprikukryddi og salti og steikið á pönnunni. Skerið sólþurrkuðu tómatana í litla bita og bætið þeim saman við kjúklinginn.
Setjið rjómann og mozzarellaostinn saman við og hitið að suðu. Lækkið þá hitann og hrærið stöðugt í eða þar til osturinn hefur bráðnað. Þynnið sósuna með því að bæta pastavatninu saman við.
Bætið pasta út á pönnunna og kryddið með chilíflögum og salti að eigin smekk. Berið fram með salati og góðu brauði.