Kjúklingalasagna með tómatrjómasósu og spínati

Ómótstæðilegt kjúklingalasagna með tómatrjómasósu og spínati. Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni nema olíu, salt og pipar.

1 klst

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 500 g kjúklingabringur
 • 1 stk laukur
 • 3 stk hvítlauksrif
 • 1 tsk chiliflögur
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 0.5 tsk karrý
 • 1 teningur af kjúklingakraft
 • 500 ml rjómi
 • 400 g pastasósa
 • 12 lasagna plötur
 • 80 g spínat
 • 1 stór kúla af mozzarella
 • 1 dl vatn

  Leiðbeiningar

  Aðferð

  1. Hitið olíu á pönnu.
  2. Skerið lauk og hvítlauk smátt og steikið.
  3. Skerið kjúkling í bita og setjið saman við. Brúnið kjúklinginn.
  4. Bætið kryddum saman við og blandið öllu vel saman.
  5. Látið pastasósu, kjúklingatening, vatn og rjóma saman við allt.
  6. Látið malla í 5-10 mínútur við lágan hita.
  7. Bætið spínati saman við og smakkið til með salti og pipar.
  8. Penslið botninn á ofnföstu móti með olíu.
  9. Látið smá af sósunni (bara sósu ekki kjöt) í botninn á sósunni. Leggið pastaplötur yfir.
  10. Látið þá kjötsósuna yfir plöturnar og plötur yfir það og svo koll af kolli.
  11. Látið í 200°c heitan ofn í 25 mínútur.
  12. Takið þá úr ofni og látið mozzarella yfir allt. Látið í ofn í 10 mínútur.