Kjúklingafajitas í geggjaðri marineringu

Maður fær aldrei nóg af mexíkóskum mat og hér er uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku.

2 klst 15 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingur

  • 900 g Kjúklingalundir
  • 1 Gul paprika
  • 1 Græn paprika
  • 1 Rauðlaukur

Marinering

  • 1 tsk Saxað chilí, fræhreinsað
  • 2 Hvítlauksrif, pressuð
  • 2 msk Kóríander, saxað
  • 1 dl Ólífuolía
  • 2 msk Soyasósa
  • 2 msk Worchestershire sósa
  • Safi úr 0.5 lime
  • Safi úr 1 appelsínu
  • 1 Lime, skorið í báta

Annað

  • 8 stk Tortillur
  • Sýrður rjómi
  • Salat

    Leiðbeiningar

    1. Gerið marineringuna og byrjið á að fræhreinsa chilí og saxa smátt. Pressið hvítlauk og kóríander og blandið öllum hráefnunum saman.

    2. Setjið kjúklinginn í marineringuna og blandið vel saman. Geymið í kæli í 1-2 klst eða lengur ef tími vinnst.

    3. Takið kjúklinginn úr marineringunni og steikið á pönnu. Bætið paprikustrimlum og niðurskornum lauk saman við og steikið áfram.

    4. Setjið sýrðan rjóma á tortillu, látið þá kjúklinginn og setjið grænmeti og ost yfir allt. Endið jafnvel með guagamole og sýrðum rjóma.