Kartöflur með rósmarín & grófu salti!
Hérna kemur uppskrift af góðum kartöflum sem henta vel með grillmatnum í sumar.
40 mín
4
skammtar
2.149 kr.
Setja í körfu
Hráefni
2.149 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 500gr kartöflur
- 2-4 msk olía
- 1 stk Gróft salt
- 1 stk Rósmarín
- 1 stk Pipar
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.
Aðferð:
Byrjið á að skola kartöflurnar undir köldu vatni og setjið þær svo í skál (gott er að forðast þær kartöflur sem eru of stórar, þær taka aðeins lengri tíma) Setjið um það bil 3msk af olíu, gróft salt og pipar í skálina og veltið kartöflunum vel upp úr því. Leggið kartöflurnar í eldfast form og inn í ofn í um 15 mínútur á 180 gráðu hita. Pressið 2-3 hvítlauksrif og blandið í litla skál með 2 msk af olíu. Takið ferskt rósmarín og blandið því saman við olíuna (fjarlægið greinarnar), takið kartöflurnar úr ofninum og dreifið hvítlausk- rósmarín- olíunni yfir kartöflurnar. Setjið aftir í ofninn en nú á grill stillingu og í 10-15 mínútur.
Verði ykkur að góðu!