Kalt pasta með mozzarella, tómötum og pestó

Hérna kemur einfalt pasta, tekur um 15 mínútur að útbúa.

15 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 500gr Pasta
 • 190gr Pestó
 • 200 gr Tómatar litlir
 • 180gr Mozzarella ferskar kúlur
 • Parmesan ostur að vild

  Leiðbeiningar

  Hérna kemur uppskrift af einstaklegu fljótlegu og góðu pasta.

  Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema salt & olíu.

  Aðferð:

  1. Byrjið á að sjóða pasta eftir leiðbeiningum á pakka
  2. Þegar pastað er tilbúið er vatnið sigtað af og pestó blandað saman við það
  3. Setjið í skál og bætið litlum tómötum og mozzarella kúlum saman við
  4. Það toppar svo þennan einfalda rétt að klippa smá ferska basiliku yfir og strá vel af parmesan osti yfir líka.

  Njótið vel !