Jólamöndlur

Í fyrra gerði ég mína fyrstu tilraun hvað jólamöndlur varðar og getið þið fundið uppskriftina hér. Sú uppskrift fól í sér að sjóða niður möndlurnar þar til sykurinn færi að kristallast og voru þær mjög góðar. Þessar hins vegar eru ristaðar í ofni, aðferðin einfaldari og ég verð að viðurkenna að þessar höfðuðu betur til mín og dæturnar sem og vinnufélagarnir dásömuðu þær í bak og fyrir í dag.

30 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1000 g Möndlur
  • 2 stk Eggjahvítur
  • 2 tsk Vanilludropar
  • 220 g Púðursykur
  • 180 g Sykur
  • 3 tsk kanill
  • 1 tsk Salt

    Leiðbeiningar

    Jólamöndlur

    *Innihald: *

    • 1 kg möndlur með hýði
    • 2 eggjahvítur
    • 2 tsk vanilludropar
    • 220 gr púðursykur
    • 180 gr sykur
    • 1 tsk salt
    • 3 tsk kanill

    Aðferð:

    1. Hitið ofninn 125°
    2. Takið til tvær ofnskúffur og klæðið með bökunarpappír, spreyið smá PAM á pappírinn og geymið.
    3. Blandið sykri, kanil og salti saman í skál, leggið til hliðar.
    4. Léttþeytið eggjahvíturnar rétt svo þær freyði.
    5. Blandið möndlunum saman við þær svo allar þekjist eggjahvítu.
    6. Hellið sykurblöndunni saman við og blandið vel.
    7. Skiptið blöndunni niður í skúffurnar og dreifið vel úr með sleif.
    8. Setjið í ofninn og bakið í 60 mínútur. Takið þó örstutt út eftir 20 og aftur 40 mínútur í ofninum og hrærið varlega í blöndunni með sleif og dreifið úr að nýju og inn í ofn þar til klukkustund er liðin.
    9. Dragið bökunarpappírinn upp á borð og leyfið möndlunum að kólna (þær eru reyndar líka alveg dásamlegar volgar svo búið ykkur undir að önnur platan tæmist fljótt).