Jólaeftirrétturinn 2023

Jólaeftirréttur Freyju í samstarfi við Elenóru bakara
4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stk Smjör
  • 70 g Freyja suðusúkkulaði
  • 3 stk Egg
  • 130 g Rjómi
  • 70 g Sykur
  • 1 tsk Kanill
  • 1 tsk Vanilludropar
  • 1 pakki Hindber
  • 1 pakki Súkkulaðispænir
  • 200 g Piparkökur

    Leiðbeiningar

    Hráefni

    Piparkökubotn: 200 g piparkökur 200 g smjör

    Súkkulaðimús: 3 msk smjör 70 g Freyju Suðusúkkulaði 3 egg 130 g rjómi 70 g sykur 1 tsk kanill 1 tsk vanilludropar

    Annað: • Hindber • Smá auka þeyttur rjómi • Súkkulaðispænir

    *** Eftirrétturinn fer í 4 stór glös eða 5 lítil**

    Leiðbeiningar

    1. Byrjið á að mylja piparkökurnar þar til þær eru næstum orðnar að dufti. Bræðið smjörið og blandið saman.
    2. Þjappið piparkökublöndunni jafnt ofan í botninn á eftirréttaskálum að eigin vali.
    3. Setjið eftirréttaskálirnar inn í ísskáp á meðan súkkulaðimúsin er útbúin.
    4. Byrjið á að aðskilja eggjarauðurnar frá eggjahvítunum og setjið í sitthvora skálina.
    5. Bræðið smjörið og súkkulaðið við vægan hita, hrærið reglulega þar til blandan er orðin silkimjúk.
    6. Leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna örlítið. Bætið eggjarauðunum við einni í einu og þeytið á meðan.
    7. Þeytið næst eggjahvíturnar í sér skál þar til þær eru orðnar léttar, froðukenndar og farnar að halda formi. Því næst er 50 g af sykri hrært út í hægt og rólega, svo þeytt áfram þar til blandan er orðin stífþeytt. Þið eigið að geta hvolfað skálinni án þess að blandan leki úr.
    8. Blandið næst stífþeyttu eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleif í þremur skrefum svo loftið sé ekki slegið úr á meðan.
    9. Þeytið næst rjómann létt og bætið við restinni af sykrinum (20 g) og vanillu og þeytið áfram. Gott er að hafa rjómann stífþeyttan en gætið þó að ofþeyta hann ekki.
    10. Blandið rjómablöndunni varlega saman við súkkulaðiblönduna ásamt kanilnum.
    11. Hellið í eftirréttaskálarnar og kælið í lágmark 3 klst (einnig í lagi að plasta og geyma yfir nótt).
    12. Skreytið með ferskum hindberjum, rjóma og súkkulaðispænum.