Jógúrtpönnukökur með vanillusýrópi

Amerískar pönnukökur standa alltaf fyrir sínu og þessi uppskrift að amerískum jógúrtpönnukökum og heimagerðu vanillusýrópi svíkur engan. Þið gætuð hugsanlega verið eins og ég og velt því fyrir ykkur af hverju þið ættuð mögulega að nenna að gera ykkar eigið sýróp þegar þið getið farið út í búð og keypt gott sýróp án nokkurrar fyrirhafnar. Það er ekkert sem útskýrir það betur en einmitt fyrsti bitinn af þessu himneska sýrópi….ommnommnommm

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Amerískar jógúrtpönnukökur

 • 2 bolli Hveiti
 • 3 tsk Lyftiduft
 • 0.5 tsk Matarsódi
 • 1 tsk Salt
 • 3 msk Sykur
 • 1 tsk Vanilludropar
 • 3 Egg
 • 600 g Hrein jógúrt
 • 113 g Smjör, brætt

Himneska vanillusýrópið

 • 300 g Sykur
 • 200 g Hrein jógúrt
 • 113 g Smjör
 • 3 msk Síróp
 • 1 tsk Lyftiduft
 • 1 tsk Vanilludropar

  Leiðbeiningar

  1. Hrærið öllum pönnuköku hráefnunum saman og steikið á pönnukökupönnu.

  2. Látið sykur, jógúrt, smjör og sýróp í meðalstóran pott og hitið að suðu. Lækkið hitann og hrærið stöðugt í 5 mínútur.

  3. Bætið í pottinn lyftidufti og vanilludropum. Takið af hellunni blandið vel saman og berið fram með pönnukökunum.(Sýrópið er þunnt meðan það er heitt, en þykknar þegar það kólnar. Hægt að geyma í kæli.)