Japanskt kjúklingasalat með sætri chilísósu og stökkum núðlum

Þetta salat hefur verið í uppáhaldi í svo ótal mörg ár, en einhverra hluta vegna hefur það aldrei náð hingað inn. Eflaust kannast sumir við þessa uppskrift og hafa gert í mörg ár, en ef þið hafið hinsvegar aldrei bragðað á þessari dásemd þá er löngu kominn tími til. Þetta slær alltaf í gegn hjá öllum!

25 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingur

  • 700 g Kjúklingurbringur
  • 2 dl Sweet chili sósa
  • 120 ml Ólífuolía
  • 60 ml Balsamik edik
  • 2 msk Sykur
  • 2 msk Sojasósa
  • 85 g Instant núðlur
  • 90 g Möndluflögur
  • 2 msk Sesamfræ

Salatið

  • 1 poki Salat
  • 200 g Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 1 mangó, skorið í teninga
  • 0.5 Rauðlaukur, skorinn í sneiðar

    Leiðbeiningar

    1. Skerið kjúklinginn í litla bita eða strimla. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Hellið vökva sem kemur frá kjúklinginum ef einhver er.
    2. Þegar kjúklingurinn er næstum tilbúinn bætið þá sweet chilí sósu saman við og látið malla í 3-5 mínútur.
    3. Gerið þá sósuna með því að sjóða öll hráefnin saman í um 1-2 mínútur. Kælið og hrærið stanslaust í sósunni meðan hún kólnar.
    4. Myljið núðlurnar og ristið á pönnu. Bætið möndluflögum og sesamfræjum og ristið saman í 1 mínútu.
    5. Setjið salatið í skál ásamt mangó, tómötum rauðlauk. Hellið sósunni saman við og smá af núðlublöndunni og blandið vel saman.
    6. Setjið kjúklingabitana yfir salatið og stráið afganginum af möndlukurlinu yfir allt.