Íþrótta eftirréttur

Þessi eftirréttur er í hollari kantinum og tekur enga stund að útbúa.

15 mín

2
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 2 dl Rjómi
 • 1 Epli
 • 1 Appelsínur
 • 200 g Jarðarber
 • 100 g Súkkulaði
 • 0.5 tsk Vanilludropar

  Leiðbeiningar

  1. Þeytið rjóma, passið að stífþeyta ekki of mikið
  2. Skerið niður epli og jarðaber og bætið ofan í rjómann
  3. Skerið appelsínu niður og setjið í rjómann ásamt vökvanum sem kemur úr henni á skurðabrettið
  4. Skerið súkkulaði og bætið í, hægt er að nota hvaða súkkulaði sem er en ég ætla að stinga uppá piparmyntu eða karamellu og sjávarsalti.
  5. Setjið í tvær skálar og njótið