“Ítalskar” steikarkjötbollur í tómat marinara

Góðar Ítalskar kjöbollur gera eitthvað sérstakt við sálina, það má segja að þær knúsi okkur innanfrá. Þessar hafa allt, bragðið, áferðina og mýktina. En það má ekki gleyma hvað það er sem fullkomnar góðar ítalskar kjötbollur. Það er að sjalfsögðu bragðmikið tómat marinara.

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Hráefni

 • 700 g Nautahakk
 • 3 hvítlauksrif
 • 2 stk Skarlottu laukur
 • 1 tsk Chilíflögur
 • 1 tsk Heitt pizza krydd
 • 1 tsk Pipar
 • 1 laufblöð af basilíku
 • 0.5 búnt af steinselju
 • 1 eggjarauða
 • 0.5 msk Ítölsk hvítlauksblanda
 • 1/2 msk ítölsk hvítlauksblanda
 • 5 msk Brauðrasp
 • Mjólk
 • Salt

Tómat mariana

 • 3 stk Skarlottu laukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 stk Rautt chilli
 • 2 msk Hvítvínsedik
 • 800 g Hakkaðir tómatar
 • 0.5 msk oregano
 • 1 pakki Mozzarella

  Leiðbeiningar

  1. Kjötbollur: Setjið brauðrasp í bolla og hellið mjólkinni yfir þannig að hún þekji allt raspið, látið standa. Hitið ofninn í 200° yfir og undir hita.

  2. Setjið hakkið í djúpa skál og myndið hreiður í miðjunni. Skerið smátt lauk og hvítlauk. Steikið upp úr ólifuolíu ásamt chillifögum, heitu pizza kryddi og svörtum pipar.

  3. Skerið basil og steinselju. Setjið í hreiðrið basil, steinselju, parmsesan, eggjarauðu, brauðrasp, salt, ítalska hvítlauksblöndu ásamt öllu sem var steikt á pönnunni. Hrærið rólega saman.

  4. Mótið bollur á stærð við golfkúlu, dustið smá hveiti á þær og létt steikið á pönnu. Um 2-3 mín á hvorri hlið.

  5. Færið nú í eldfast mót, helliði sósuni yfir bollurnar, bætið við ferskum mozzarella osti og inni ofn í 15 mín. Berið fram með spaghetti eða tagliatelle.