Ísey skyrkaka með Oreo bitum

Hvernig hljómar skyrkaka í eftirrétt? Einföld & bragðgóð kaka sem hægt er að undirbúa áður og geyma í frysti.

3 klst 25 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 260 gr Oreo kex í botninn ( restin til að skreyta)
 • 150 gr smjör
 • 500gr Ísey skyr dökkt/vanillu
 • 3 dl Rjómi
 • 3 msk Flórsykur
 • 2 tsk Vanilludropar
 • 100gr Hvítt súkkulaði

  Leiðbeiningar

  Hérna kemur ein góð, skyrkaka með Ísey skyri sem inniheldur súkkulaði bita svo er botninn gerður úr Oreo kexi.... þessi mun slá í gegn í matarboðinu.

  Aðferð:

  Botn:

  Kexið og smjörið er maukað vel saman í matvinnsluvél. Þrýstið kexblöndunni á botninn og upp með börmunum á bökunarforminu. Geymið botninn í kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.

  Fyllingin:

  Léttþeytið rjóma, bætið skyrinu saman við varlega með sleif ásamt vanilludropum og flórsykri. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið. Blandið súkkulaði varlega saman við skyrblönduna með sleif og bætið rjómanum saman við í lokin. Setjið skyrblönduna ofan á kexbotninn og kælið í minnsta kosti þrjár klukkustundir eða lengur. Best yfir nótt. Það er hægt að frysta þessa köku. Skreytið kökuna með því að brytja Oreo kex kökur yfir.

  Verði ykkur að góðu!