Indversk súpa með eplum, engifer og karrý

Indversk kjúlingasúpa með eplum, engifer og karrý

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 700 g Kjúklingabringur
  • 1 Laukur, saxaður
  • 2 Hvítlauksrif, söxuð
  • 1 rautt chilí, smátt saxað
  • 3 Gulrætur, skornar í strimla
  • 1 Epli, skorið í teninga
  • 2 stk Kjúklingateningar
  • 2 dl Kókosmjólk
  • 10 g Kóríander, saxað
  • 1 msk Ferskt engifer, rifið
  • 2 tsk Karrý
  • 0.25 tsk Salt
  • 0.25 tsk Pipar

    Leiðbeiningar

    1. Hitið smjör í potti og steikið laukinn þar til hann er orðinn glær.

    2. Bætið hvítlauk, chilí og engifer saman við og steikið í 1-2 mínútur. Bætið þá karrý, gulrótum og eplum og steikið í nokkrar mínútur á pönnunni og bætið síðan kjúklingakraftinum ásamt 9 dl af vatni saman við. Látið malla í 10-15 mínútur.

    3. Skerið kjúklinginn í munnbita. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn við meðalhita og saltið og piprið. Bætið kjúklingi og kókosmjólk saman við súpuna og hitið varlega eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Látið ekki sjóða.

    4. Í lokin setjið þið kóríander saman við súpuna.