Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum
Frábær grillmáltíð fyrir helgina! Með þessari máltíð marineraði ég kjúklinginn upp úr hunangs bbq sósu og bar hann svo fram með grilluðu grænmeti og “Garlic Aioli” og “Chipotle Aioli” – báðar geggjaðar.
30 mín
4
skammtar
5.230 kr.
Setja í körfu
Hráefni
5.230 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Grillað grænmeti
- 1 Paprikur, skornar í bita
- 1 Rauðlaukar, skornar í bita
- 1 lítill kúrbítur, skorinn langsum
- 10 stk Kirsuberjatómatar
- Timían
- Salt
- 75 g Mexíkóostur
Sósur
- Hvítlauks Aioli sósa
- Chipotle Aioli sósa
- 1400 g Kjúklingalæri
- 330 ml Honey barbecue sósa
- Grillpinnar
Skerið kjúklingalærin í munnbita. Setjið í stóra skál og hellið hunangs bbq sósunni yfir kjúklinginn og blandið vel saman. Marinerið eins lengi og tími gefst.
Skerið grænmetið niður, blandið saman við ólífuolíu og kryddið með timían og salti. Setjið á grillbakka og grillið. Látið mexikóostinn saman við undir lok grilltímans.
Þræðið kjúklingalærin upp á grillpinna og grillið. Penslið með marineringunni og snúið kjúklinginum reglulega svo hann eldist vel á öllum hliðum.
Berið fram með góðum sósum eins og Garlic Aioli og Habanero Mango frá Stonewall Kitchen.