Humarpizza frá Maríu Gomez

Humarpizza sem þú gleymir seint- María Paz

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 stk Pizza deig
  • 1 stk Hvítlauksrif
  • 1 poki Steinselja
  • 125 g Sveppir
  • 1 poki Mozzarella ostur rifinn
  • 1 dós Chili flögur
  • 1 stk Timian ferskt
  • 330 g Humar
  • 1 dl Rifinn parmasean ostur

    Leiðbeiningar

    Aðferð:

    1. Byrjið á að kveikja á ofninum á 200 C°blástur
    2. Rúllið deigið út á bökunarplötu
    3. Leyfið deiginu að standa á plötunni undir hreinu stykki meðan allt hitt er gert klárt
    4. Setjið ólífuolíu, marinn hvítlaukinn og steinselju í skál og leggið til hliðar
    5. Ef þið eruð ekki búin að afþýða humarinn er allt í lagi að setja hann í sigti og láta sjóðandi heitt vatn renna á hann þar til hann er rétt afþýddur, en best er að vera búin að leyfa honum að þiðna í kæli yfir nótt
    6. Takið svo humarinn og setjið hann ofan á eldhúsbréf og þerrið af honum með meira eldhúsbréfi þar til mesti rakinn er farinn úr honum því annars verður pizzan rennandi blaut
    7. Skerið sveppina í sneiðar
    8. Stingið nú nokkur göt í botninn og forbakið í 5 mínútur
    9. Penslið svo pizzabotninn vel yfir hann allann með hvítlauksolíunni og leyfið smá mörðum hvítlauknum að fylgja með, en þó ekki of mikið
    10. Dreifið næst rifna pizzaostinum yfir og setjið svo sveppina þar ofan á
    11. Raðið humrinum yfir sveppina og penslið létt yfir aftur með hvítlauksolíunni og saltið örlítið með grófu salti
    12. Stráið svo að lokum rifna parmesan ostinum yfir allt og toppið með fersku timian Chili flögum (ekki of mikið af þeim samt)
    13. Bakið á 235 C° blæstri í 8-10 mín eða þar til pizzan er orðin fallega gyllt.