Hjónabandssæla

Þessi gamla góða... það jafnast ekkert á við nýbakaða hjónabandssælu.

55 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 4 dl haframjöl
  • 4 dl Hveiti
  • 2 dl púðursykur
  • 160gr smjörlíki
  • Rabarbarasulta
  • 2 stk egg
  • 2 tsk lyftiduft

    Leiðbeiningar

    Aðferð:

    Stillið ofninn á 180 gráður blástur Blandið haframjöli, hveiti, púðursykri og lyftidufti í skál Skerið smjörlíkið í litla bita og blandið saman við þurrefnin, hnoðið þar til að smjörið er ekki sjáanlegt Hrærið egginu saman við með sleif Látið 3/4 af deiginu í smurt form og setjið sultuna yfir, mér finnst gott að blanda til helminga jarðarberjasultu og rabbarasultu Stráið restinni af deiginu yfir og bakið í um 25-30 mínútur í ofni

    Mjög gott að bera kökuna fram með þeyttum rjóma.

    Njótið vel!