Heitur brauðréttur með mexíkó rjómaostasósu

Það er eitthvað svo dásamlegt við heita brauðrétti!

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 200 g Brokkolí, smátt skorið
  • 1 Rauð paprika
  • 170 g Púrrulaukur, smátt skorin
  • 2 Hvítlauksrif, söxuð
  • 220 g Skinka
  • 2 stk Mexíkóostur
  • 500 ml Rjómi
  • Rifinn ostur
  • 1 stk Samlokubrauð

    Leiðbeiningar

    1. Bræðið smjör á pönnu og steikið grænmeti og skinkuna saman þar til grænmetið er farið að mýkjast.
    2. Rífið ostinn niður og látið ásamt rjómanum í pott. Hitið að suðu, en látið ekki sjóða. Hrærið þar til osturinn hefur blandast saman við rjómann. Bætið þá aromat kryddi saman við.
    3. Takið skorpuna af brauðinu (valkvætt) og tætið brauðið niður og látið í ofnfast mót.
    4. Setjið grænmetið yfir brauðið og hellið síðan rjómablöndunni yfir allt. Endið á að setja rifinn ost yfir allt.
    5. Látið í 180°c heitan ofn í um 30 mínútur.
    6. Berið fram með rifsberjahlaupi. (valkvætt)