Heitt súkkulaði með twisti

Ljúffengt heitt súkkulaði fyrir jólin
10
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 200 g Freyju Suðusúkkulaði
  • 800 ml Mjólk
  • 1 msk Sykur
  • 1 tsk Kanill
  • 500 ml Rjómi
  • 2 msk Kakó
  • 25 g Möndlur, til skreytinga
  • 1 pakki Karamella
  • 1 tsk Salt

    Leiðbeiningar

    1. Hitið mjólkina og rjómann upp að suðu.
    2. Bætið kanilnum, saltinu og sykrinum saman við.
    3. Að lokum bætið þið við suðusúkkulaðinu og hrærið þar til allt er bráðnað vel saman.
    4. Þeytið næst rjóma og bætið svo kakóinu varlega saman við.
    5. Hellið heita súkkulaðinu í bolla, setjið rjóma ofan á og skreytið með karamellu og söxuðum möndlum.