
Heimagerðar kjötbollur og spaghetti með ítalskri pastasósu
Heimagerðar kjötbollur með ítalskri pastasósu og spaghetti – NAMM! Auðveld uppskrift sem er tilvalinn í kvöldmat.
45 mín
4
skammtar
5.054 kr.
Setja í körfu
Hráefni
5.054 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Hráefni
- 500 g Nautahakk
- 1 stk Egg
- 30 g Brauðrasp
- 0.125 laukur, smátt saxaður
- 1 tsk Ítalskt krydd
- Salt
- Pipar
- 1 pakki Spaghetti
- 1 msk Vatn
Ítölsk pastasósa
- 400 g Fínhakkaðir tómatar
- 140 g Tómatpúrre
- 2 hvítlauksrif
- 0.25 laukur
- 1 tsk Basil
- 1 msk Sykur
- 0.125 bolli ólífuolía
- 0.125 bolli parmesan
Blandið saman nautahakki, eggi, vatni, brauðmylsnum og lauk. Saltið og piprið og blandið vel saman.
Mótið litlar kjötbollur og látið í ofnfast mót.
Bakið við 170°C í 25-30 mínútur eða þar til kjötbollurnar eru fulleldaðar.
Steikið í olíu lauk og hvítlauk í potti. Bætið hinum hráefnunum í pottinn og látið malla í um 15 mínútur. Ef sósan er of þykk má bæta við hana smá mjólk eða rjóma.
Berið fram með kjötbollum og pasta.