Hamborgari með Camembert & sultu!

Hamborgari með Camenbert & sultu!

1 klst

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 2 pakki Hamborgari
 • 2 pakki Hamborgarabrauð
 • 1 pakki Camembert
 • 1 dós Sulta
 • 1 dós Steiktur laukur
 • 1 poki Klettasalat

  Leiðbeiningar

  Þessir eru öðruvísi en æðislega góðir, grillaðir hamborgarar með fersku klettarsalati, steiktum lauk, camembert osti og sultu!

  1. Byrjið á að steikja hamborgarana á grillinu
  2. Skerið camembert ostinn í sneiðar
  3. Þegar hamborgaranir eru farnir að hitna vel á grillinu leggið þið camembert ostsneiðar ofan á hvern borgara og leyfið ostinum að hitna vel og bráðna
  4. Hitið brauðin aðeins og smyrjið sultu aðeins í botninn á öðru brauðinu, leggið klettarsalat ofan á sultuna og kjötið þar á eftir, stráið smá steiktum lauk yfir að lokum er smá sultu sett ofan á.

  Njótið þess að smakka eitthvað nýtt & spennandi!