Hamborgari með beikoni & grilluðum ananas

Hamborgari með beikoni og grilluðum ananas

1 klst

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 2 pakki Hamborgarabrauð
 • 2 pakki Hamborgari
 • 1 stk Ananas
 • 1 pakki Beikon
 • 1 pakki súrar gúrkur
 • 1 stk Kálhaus
 • 1 stk Rauðlaukur
 • 1 pakki Tómatar
 • 1 stk Hamborgarasósa

  Leiðbeiningar

  1. Byrjið á að skera ferskan ananas niður í sneiðar og steikið á pönnu / grillið
  2. Steikið beikonið þar til það er orðið stökkt
  3. Skerið niður grænmetið
  4. Steikið eða grillið hamborgarana og kryddið að vild og ekki skemmir fyrir að setja góðan ost með
  5. Raðið öllu á hamborgarann, anans,beikon, kjötið, grænmetið og nóg af sósu.

  Njótið vel !