Hamborgarhryggur með gljáa

Það eru aðeins nokkrir dagar til jóla og ansi margir landsmenn sem gæða sér á hamborgarhrygg yfir hátíðirnar. Hér kemur dásamleg uppskrift að gljáa og gómsætu meðlæti!

1 klst 50 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 160 g púðursykur
  • 60 g gróft Maille Dijon sinnep
  • 60 g klassískt Maille Dijon sinnep
  • 60 g tómatsósa
  • 80 g rjómi rjómi
  • 4-5 ananassneiðar
  • Hamborgarhryggur um 2-2,5 kg

    Leiðbeiningar

    Hamborgarhryggur með gljáa Fyrir um 6 manns

    Hamborgarhryggur og gljái uppskrift Hamborgarhryggur um 2-2,5 kg 1 l vatn 160 g púðursykur 60 g gróft Maille Dijon sinnep 60 g klassískt Maille Dijon sinnep 60 g tómatsósa 80 g rjómi rjómi 4-5 ananassneiðar Byrjið á því að útbúa gljáann með því að sjóða saman púðursykur, sinnep, tómatsósu og rjóma. Best finnst mér að setja pottinn ofan á vigt og vigta allt beint í pottinn og setja hann svo á helluna (þess vegna eru mælieiningarnar í grömmum). Leyfið að bubbla aðeins og lækkið svo hitann og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. Hellið 1 l af vatni í ofnskúffu neðst í ofninum og stillið hitann á 150°C. Setjið hamborgarhrygginn á ofngrind, penslið 1 x með gljáanum. Stingið kjöthitamæli inn í hann miðjan og komið grindinni fyrir í ofninum fyrir ofan skúffuna með vatninu. Penslið 1-2 x á hrygginn á meðan hann er í ofninum á þessum tíma. Eldið hrygginn með þessum hætti þar til kjarnhiti sýnir um 55°C og hækkið þá hitann í 210°C, setjið ananassneiðarnar ofan á og penslið aftur eina lokaumferð með gljáa. Eldið þar til kjarnhiti sýnir 67°C og leyfið þá hryggnum að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann er skorinn í sneiðar. Geymið soðið sem eftir stendur í skúffunni og restina af gljáanum þar til það kemur að sósugerð. Ef þið eigið ekki kjöthitamæli er gott að miða eldunartíma við 45 mín til klukkustund á hvert kíló.