Hafragott með súkkulaði hnetutopp

Þessi uppskrift gerir um 12 stk

2 klst 15 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Hráefni

 • 80 g Haframjöl
 • 4 msk Möndlumjöl
 • 240 g Hnetusmjör
 • 120 ml Hlynsíróp
 • 1 tsk Vanilludropar
 • 0.5 tsk Salt

Súkkulaðitoppur

 • 100 g Súkkulaði
 • 2 msk Hnetusmjör

  Leiðbeiningar

  1. Blandið haframjöli, möndlumjöli, hnetusmjöri, sírópi, vanilludropum og salti vel saman í skál. Látið í form og setjið í kæli í 2 klst.
  2. Súkkulaðitoppur: Bræðið súkkulaði og hnetusmjör yfir vatnsbaði og hrærið stöðugt. Takið hafragottið úr kæli og látið súkkulaðið yfir. Stráið sjávarsalti yfir og látið í frysti í aðra klukkustund.