Hægeldað lamalæri með ofnbökuðu grænmeti!

Hérna kemur uppskrift af lambalæri með hátíðarívafi, ferkt rósmarin & grænmeti látið bakast með lærinu í pott gerir kjötið einstaklega gott á bragðið, berið fram með góðum kartöflum og sósu.

3 klst 25 mín

5
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • Lambalæri 3-4kg
 • Ferskt rósmarin
 • 1 stk Krydd
 • 1 stk Olía
 • 5-6 stk gulrætur
 • 2 stk laukar skorin í grófa bita
 • 5-6 hvítlauksrif sett heil í pottinn
 • 10-15 stk kartöflur skornar niður gróft
 • Spergilkál skorið niður

  Leiðbeiningar

  Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.

  Aðferð:

  1. Byrjið á að stilla ofninn á 140 gráður hita
  2. Finnið til stóran kjötpott eða gott eldfast form fyrir herlegheitin
  3. Leggið lærið í pottinn og veltið því upp úr olíu og Lamb Islands kryddinu
  4. Skerið niður gróflega ferskt gærnmeti sem ykkur langar að bera fram með, varist að skera gænmetið of smátt.
  5. Setjið smá vatn eða um 2-3 dl í botninn á pottinum, álpappír yfir eða lokið pottinum, setjið í ofninn og leyfið lærinu að eldast í 3-4 klst, fer aðeins eftir þyngd á lærinu hverju sinni.
  6. Þegar um 20 mínútur eru eftir af eldunartímanum er álpappírinn eða pottlokið fjarlægt af og rósmarín greinum stungið vítt & dreift í pottinn. Hækkið hitann upp í 200 gráður þannig næst puran stökk og góð. 7.Leyfið lærinu að standa í um 15-20 mínútur áður en það er borið fram.

  Njótið vel !