Gúrme taco pasta

Það hrósuðu allir matnum í kvöld enda svona réttur sem er mitt á milli lasagna, spaghetti bolognese og taco máltíðar. Semsagt réttur sem sameinar alla rétti sem börnin elska.

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 1 stk Laukur, saxaður
 • 5 stk Hvítlauksrif, söxuð
 • 500 g Nautahakk
 • 1 poki Tacokrydd
 • 400 g Tómatar
 • 2 msk Tómatpúrra
 • 400 g Farfalle pasta
 • 1 poki Mozzarella
 • 1 stk Nachos eftir smekk
 • 7 dl Vatn
 • 2 msk Ólífuolía

  Leiðbeiningar

  1. Steikið lauk og hvítlauk í olíu í stórum potti. Bætið nautahakkinu saman við og steikið.
  2. Setjið tacokryddið saman við ásamt tómötum, tómatpúrru og vatni. Kryddið með salti og pipar.
  3. Setjið lok á pottinn og látið malla við vægan hita í 20 mínútur.
  4. Bætið pastanu út í og sjóðið þar til pastað er tilbúið. Bætið við vatni ef þörf er á. Setjið í skálar og toppið með rifnum mozzarellaosti og muldu nachos.