Gulrótasúpa með engifer

Ef þið viljið máltíð sem er ódýr, holl en á sama tíma hreint unaðslega góð þá eru þið í toppmálum með þessa uppskrift. Þessa súpu elska allir og hún er ofureinföld í gerð.

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 2 Laukar, saxaðir
 • 4 hvítlauksrif, söxuð
 • 2 msk Smjör
 • 2 lítrar af vatni + 2 grænmetiskraftur
 • 2 msk Sítrónusafi
 • 500 g Gulrætur
 • 20 g Ferskt engifer, afhýtt og fínrifið
 • 1 tsk Cumin
 • 1 tsk Kóríander
 • 1 stk Salt
 • 1 stk Pipar

  Leiðbeiningar

  1. Setjið smjör í pott og steikið gulrætur, lauk, hvítlauk og engifer saman og kryddið.

  2. Hellið grænmetissoðinu saman við og látið malla í 20 mínútur.

  3. Blandið í matvinnsluvél eða blandara og bætið sítrónusafa saman við. Saltið og piprið að eigin smekk.