Gulrótarsúpa, holl og góð!

Hin fullkomna haustssúpar, holl og einstaklega bragðgóð.

55 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500 g Gulrætur
  • 1 Laukur
  • 4 Hvítlauksrif
  • 400 ml Kókosmjólk
  • Olía
  • 1 Epli
  • 1 stk Grænmetiskraftur
  • 1 tsk Túrmerik
  • 0.5 tsk Salt
  • 0.5 tsk Pipar

    Leiðbeiningar

    1. Byrjið á að flysja gulrætur og epli og skera það gróflega niður.
    2. Saxið niður lauk smátt og hvítlauksrifin setjið þið í pressu.
    3. Setjið olíu í pott og bætið gulrótunum, lauknum, hvítlauknum og eplinu saman við og mýkið aðeins.
    4. Bætið vatni saman við ásamt kókosmjólkinni, grænmetistening, túrmerik og smá salti að vild og látið sjóða í um 25 mínútur eða þar til að gulræturnar eru soðnar.
    5. Setjið næst blönduna í matvinnsluvél eða notist við töfrasprota til þess að mauka grænmetið.
    6. Njótið þess að borða þessa einstöku súpu með góðum brauðbollum með smjöri.

    Verði ykkur að góðu !