
Gróf skinkuhorn sem slá í gegn
Þessi uppskrift er frekar stór en hún gerir um 8 skinkuhorn fyrir einn skammt.
1 klst 55 mín
4
skammtar
0 kr.
Setja í körfu
Hráefni
0 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Skinkuhorn
- 400 g Heilhveiti
- 500 g Hveiti
- 50 g Haframjöl
- 1 tsk Salt
- 11 g Þurrger
- 50 ml Ólífuolía
- 2.5 dl Mjólk
- 4.5 dl Vatn
Fylling
- 2 pakki Skinkumyrja
- 500 g Skinka
- 600 g Rifinn ostur
- 5 g Oregano
- 1 egg, léttþeytt til penslunar
- 50 g Sesamefræ
Látið þurrefnin saman í skál.
Hitið mjólk og vatn þar til fingurvolgt og látið saman við og hnoðið í um 10 mínútur.
Látið hefast í 60 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
Látið deigið á hveitistráð borð og skiptið í fjóra hluta.
Fletjið hvern hluta út í hring og skerið í 8 sneiðar (gott að nota pizzaskera).
Smyrjið með skinkumyrju og látið skinku og ost yfir og kryddið. Rúllið upp og látið hefast undir viskustykki í um 30 mínútur.
Penslið hornin með eggi og stráið sesamfræjum yfir.
Bakið í 210°c heitum ofni í 12-15 mínútur.